Slökkvilið Fjallabyggðar fékk tilkynningu um sinueld við Kálfsá í Ólafsfirði í kvöld.
Nokkuð logaði í sinunni þegar að var komið en tókst fljótt að ná tökum á útbreiðslunni þegar Slökkviliðið var komið á vettvang.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá var útbreiðslan nokkur.
Þetta kom fram í tilkynningu ásamt myndinni á samfélagsmiðlum Slökkviliðsins nú í kvöld.