Skýrslan um Sveitarfélög ársins 2023 er komin út. Sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin fá sæmdarheitið Sveitarfélag ársins 2023. Þau hljóta viðurkenningu og verðlaunagrip fyrir bestu heildarniðurstöðu í könnuninni. Á Norðurlandi þá er Sveitarfélagið Skagaströnd í 4. sæti og er því eitt af Sveitarfélögum ársins 2023. Meðal flokka í einkunnagjöfinni eru : Stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd sveitarfélags, ánægja og stolt og að lokum jafnrétti.
Meðal annara sveitarfélaga á Norðurlandi á listanum, þá er Akureyrarbær í 15. sæti, Fjallabyggð í 16. sæti og Skagafjörður í 20. sæti.
Könnun þessi var fyrst birt árið 2022.