Héðinsfjörður.is greindi frá því 21. janúar að nýtt Skynörvunarherbergi á Siglufirði væri í smíðum. Nú hefur Fréttastofa Rúv fjallað um þetta einnig.
Siglfirðingar eignuðust nýlega skynörvunarherbergi. Herbergið sem tilheyrir Iðju dagvist er sérútbúið til þess að örva heyrn, sjón og snertiskyn.
Skynörvunarherbergið er útbúið út frá hollenskri hugmyndafræði. Fötluðu fólki í Fjallabyggð og nágrenni stendur til boða að nýta sér herbergið til þess að örva skynfærin í friðsælu og afslappandi umhverfi. Í herberginu er vatnsrúm með hátölurum sem magna upp róandi tónlist í gegnum vatnið í dýnunni. Eins er lykt og lýsing notuð til þess að örva skynfærin en upplifunin styrkir taugakerfið og hefur þroskandi áhrif á heilann.
Myndband er hægt að sjá hér.