Skuldir Fjallabyggðar aukast á árinu 2012 um 50 m.kr. sem er ekki óeðlilegt þegar tekið er tillit til þess að fjárfestingar bæjarfélagsins verða um 295 m.kr.

Bæjarfélagið mun greiða niður lán um 100 m.kr. og taka lán sem nemur 150 m.kr.
Árið 2013 mun bæjarfélagið taka um 150 m.kr. að láni til viðbótar en greiða niður lán á því ári um 100 m.kr eins og fram hefur komið. Miðað er við að lántökur fari fram hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Rétt er að minna á að margt jákvætt hefur verið að gerast í bæjarfélaginu á árinu sem er að líða, enda var ráðist í miklar framkvæmdir fyrir um 150 m.kr. nettó á árinu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sameinast um að koma góðum málum í verk.

Rekstur bæjarfélagsins er í jafnvægi og er fjárhagsstaðan góð miðað við aðstæður eins og kemur fram í áætlun ársins og rekstri síðustu tveggja ára.