Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu og verða starfslok 31. júlí næstkomandi.
Erla Gunnlaugsdóttir hefur gengt stöðunni frá árinu 2018, en hún var áður verkefnastjóri sérkennslu við Grunnskóla Fjallabyggðar. Þrjár umsóknir bárust um stöðuna árið 2018 og var Erla metin hæfust af þeim hópi.
Fjallabyggð mun því auglýsa stöðuna á næstu dögum eða vikum.