Tónlistarskóla Skagafjarðar verður slitið í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 20. maí með lokatónleikum skólans þetta starfsárið. Athöfnin byrjar kl. 16:00 og verður boðið upp á fjölbreytt tónlistaratriði. Einnig verða veittar viðurkenningar úr minningarsjóðum og afhent prófskírteini. Allir eru velkomnir að mæta og njóta kvöldsins.