Skólaslit Tónskóla Fjallabyggðar verða í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, fimmtudaginn 30. maí kl. 17.00. Hefðbundin dagskrá verður með tónlistaratriðum, ávarp skólastjóra, afhending viðurkenninga og prófskírteina. Eftir skólaslitin setjumst við niður og fáum okkur kaffi og kökur saman, áður en nemendur og kennarar fara í sumarfrí. Sá háttur hefur verið hafður að foreldrar sjá um að baka eða koma með brauð, skólinn kemur með drykkjarföng og annað sem tilheyrir veislunni.

tunnan.tonskoli