Skólaslit Tónskólans í Fjallabyggð verða í Allanum Siglufirði, fimmtudaginn 24. maí kl 17.00. Hefðbundin dagskrá verður með tónlistaratriðum, ávarp skólastjóra, afhending viðurkenninga og prófskírteina.

Eftir skólaslitin verða kaffi og kökur, áður en nemendur og kennarar fara í sumarfrí. Sá háttur var hafður á í fyrra að foreldrar sjá um að baka eða koma með brauð, skólinn kemur með drykkjarföng og annað sem tilheyrir veislunni.