Skólaslit Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða haldin fimmtudaginn 30. maí kl. 17.00 í Siglufjarðarkirkju.
Það verða ein skólaslit eins og byrjað var á í fyrra og boðið upp á streymi fyrir þá sem sjá sér ekki fært um að mæta.
Á skólaslitunum verður meira af tónlistaratriðum og minna um talað mál. Á skólaslitunum verða afhent próf og umsagnir vetrarins.