Dalvíkurskóla var slitið með pompi og prakt föstudaginn 2. júní síðastliðinn. Friðrik skólastjóri þakkaði nemendum og starfsfólki fyrir farsælt skólastarf í vetur. Hann hvatti nemendur til að vera skynsöm, nýta hæfileika sína til góðra verka og að vera ávallt besta útgáfan af sjálfum sér.

Í ræðu hans kom fram að þær breytingar verða á starfsmannahópnum að Borja Lopez Laguna lætur af störfum við skólann og Elmar Sindri Eiríksson fer í námsleyfi.

 

Myndir og texti: dalvikurskóli.is