Ákveðið er að fella niður skólaakstur frá Siglufirði mánudaginn 20. janúar vegna veðurs. Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur því ákveðið að fella niður staðbundna kennslu. Nemendur mæta í fjarkennslustofur samkvæmt stundaskrá.

Kennt er samkvæmt óveðurskipulagi í Grunnskólum Fjallabyggðar í dag þar sem skólaakstur fellur niður.