Skógræktin á Siglufirði er frábær útivistarparadís fyrir fjölskylduna. Leyningsá rennur í gegnum skóginn og myndar Leyningsfoss, einnig nefndur Kotafoss. Gönguleiðir eru í gegnum skóginn og er gott útivistarsvæði við Leyningsánna fyrir neðan fossinn. Þarna er rennibraut fyrir börnin og aðstaða til að fá sér nesti. Tilvalið er að skella sér í lautarferð á þessu svæði.
Skógræktin er 71 árs í ár en hún var stofnuð árið 1940. Félagsmenn eru um 90 talsins og er formaður Kristrún Halldórsdóttir. Íbúar Fjallabyggðar fá sín jólatré úr Skógræktinni í Skarðsdal. Ár hvert er skógurinn grisjaður og stígar yfirfarnir.