Fyrirhuguð eru grunnnámskeið í skógrækt  á vegum Norðurlandsskóga í vor. Námskeiðin eru fyrst og fremst ætluð skógarbændum Norðurlandsskóga sem ekki hafa áður sótt slík námskeið, en  allir skógarbændur eru að sjálfsögðu velkomnir.  Námskeiðin eru einnig tilvalin fyrir þá sem aðstoða skógarbændur við gróðursetningu og aðrar skógræktarframkvæmdir.  Einnig er tilvalið fyrir reyndari skógarbændur að mæta og rifja upp fræðin.

Á námskeiðunum fara starfsmenn Norðurlandsskóga yfir öll grunnatriði er varða skógrækt.  Um er að ræða dagsnámskeið, frá kl. 10-16.Verði næg þátttaka eru námskeiðin fyrirhuguð á eftirfarandi tímum.

  • Akureyri (Gamla gróðrarstöðin)                          29. apríl
  • Skagafjörður (Langamýri)                                     7.maí
  • S-Þing (Ljósvetningabúð)                                      8. maí

Norðurlandsskógar kosta námskeiðin en þátttakendur greiða sjálfir fyrir hádegismat. Skráning og nánari upplýsingar fara fram í síma: 461-5640 og á netfanginu valgerdur@nls.is  Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 20. apríl.

Skógrækt Siglufjarðar