Fjallabyggð reynir enn að fá lausn í fyrirhugaða viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Siglufirði við Hvanneyrarbraut.  Þrisvar hefur verkið verið boðið út án þess að verkið hafi hafist.  Ljóst er að skoða þarf aðra möguleika en þá útfærslu sem reynt hefur verið undanfarið.
Bæjarráð Fjallabyggð hefur óskað eftir að áhersla verði lögð á aðgengismál fatlaðra, aðkomu íbúa, ökutækja og sambýli við nærliggjandi íbúðabyggð.
Lagt er til að tæknideild Fjallabyggðar útbúi minnisblað með tillögum um viðbyggingarmöguleika við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut á Siglufirði og tillögum að úrbótum í aðgengismálum fatlaðra við núverandi byggingu.