Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Böggvisstaðafjalli á Dalvík og í Tindastóli við Sauðárkrók og í Skarðsdal á Siglufirði verða opin í dag. Skíðasvæðið í Tindastóli verður opnað kl 12 í dag og verður opið til kl 16. Þar er víst mikill og góður snjór og göngubrautin verður troðin.
Þá verður opið í Böggvisstaðafjalli frá 12-16 og í Hlíðarfjalli frá kl. 10-16. Þar var 6 stiga frost í morgun og 5m/s. Í tilkynningu segir að stólalyftan, Auður og Töfrateppi séu opin.
Á Siglufirði opnar kl. 11 og verður það fyrsti dagurinn í vetur sem verður opið.