Á öðrum degi í opnum í vetur þá þurfti að loka Skíðasvæðinu í Skarðsdal eftir hádegið í gær vegna skafrennings. Klukkan 12:30 í gær var ákveðið að loka T-lyftusvæðinu en þá voru 15 m/s á svæðinu.
Til stóð að opna í dag kl. 16 ef veður leyfði, en snjóað hefur um 10-15 cm á svæðinu og unnið er að því að troða snjóinn. En kl. 14:30 var ákveðið að lokað yrði í dag vegna blindu og snjókomu á svæðinu. Það verður næst opið miðvikudaginn 7. desember kl. 16.