Vegna veðurs var lokað í Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði í dag og í gær, en það verður opið á morgun laugardag og veðurspáin er góð. Opið verður frá 11-16 og tilvalið á skella sér á skíði á Siglufirði.
Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar ætla að standa fyrir skíðamarkaði þar sem fólk getur komið með skíðabúnað sem ekki er þörf fyrir á heimilinu og reynt að losa sig við fyrir einhvern pening og einnig keypt skíðabúnað á góðu verði.
Hugmyndin er að fólk mæti á svæðið og sjái sjálft um viðskipti með skíðabúnaðinn.
Skíðamarkaðurinn verður í Einingu/Iðju húsinu á Siglufirði sunnudaginn 11. desember.