Umsjónaraðilar hjá Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði stefna á að opna svæðið á laugardaginn, 14. janúar, ef aðstæður leyfa. Til stóð að opna svæðið 1. desember sl. en ekki hefur verið nægur snjór á svæðinu til þessa.
Starfsmenn hafa gert allt sem hægt er síðustu daga til að safna saman snjó og undirbúa svæðið.
Göngubraut verður gerð í Hólsdal á Siglufirði á morgun fimmtudaginn 12. janúar.