Loksins er snjórinn mættur upp í fjall og Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði gæti opnað í næstu viku ef bætir í snjóinn.
Til stóð að opna í byrjun desember en opnun hefur tafist vegna snjóleysis. Nú er staðan orðin mun betri eins og mynd frá umsjónarmönnum svæðisins sýnir, en myndin er tekin í dag.