Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er opið í dag frá kl 11-16, hitinn er -1 °, heiðskírt og bjart veður.  Mjög gott færi í öllum brekkum. Þetta er næst síðasta helgin sem opið verður.

Nú fer hver að verða síðastur að nýta sér frábærar aðstæður í Skarðsdalnum þetta vorið.

Opið verður þessa daga til næstu mánaðarmóta:

Sunnudaginn 22. apríl opið, föstudaginn 27. apríl opið laugardaginn 28. apríl opið og síðasti opnunardagurinn er sunnudaginn 29.apríl. Aðra daga í apríl er lokað.