Tilkynning frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar:
Næstu daga verður reynt eftir bestu getu að standsetja fjallið okkar fyrir veturinn. Í þessu felst að bera á skíðaskálann, yfirfara snjónet, tengja snjóbyssur o.fl. Við leitum til foreldra og velunnara félagsins að hafa augun opin þegar þeir sjá hreyfingu upp í fjalli og drífa sig þá uppeftir til okkar. Vinnan miðast auðvitað við að veður sé þokkalegt og við reynum að stökkva uppeftir þegar vel viðrar.
Mynd frá heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.
Heimild: skiol.fjallabyggd.is