Foreldrar iðkenda Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar stóðu í ströngu í dymbilvikunni í sjoppunni í Skíðasvæðinu í Skarðsdal.  Foreldarnir seldu vöfflur, sælgæti, drykki, samlokur, hamborgara og franskar sem aldrei fyrr til gesta skíðasvæðisins yfir páskana.

Símanúmeramót SSS fór fram á skíðasvæðinu í Skarðsdal um páskana og tóku um 40 keppendur þátt í mótinu. Að loknu móti var öllum boðið í kakó. Þetta mót er ein af fjáröflunum félagsins.

Myndir með frétt koma frá SSS.