Það er óhætt að segja að þessa helgina snúist allt um skíði í Fjallabyggð. Hópur af fólki kom frá Reykjavík til að taka þátt í Brettahátíð og horfa á aðra spreyta sig. Keppnin fer fram á Skíðasvæðinu í Skarðsdal og þar er opið í dag frá 10-16.

Á T-lyftusvæði er stórir og miklir stökkpallar og við neðsta svæðið eru pallar,hólar og reil. Sýningar munu fara fram á þessum stöðum.