Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur samið við Snorra Pál Guðbjörnsson um að halda áfram þjálfun alpagreina hjá félaginu í vetur. Samningur við Snorra Pál var undirritaður s.l. laugardag á Ólafsfirði.
Snorri byrjar þjálfunina hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar þann 1. desember n.k. en er tilbúinn til að byrja fyrr ef skíðasnjór verður kominn í brekkurnar á Ólafsfirði.