50 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur var fagnað um síðastliðna helgi með tveimur veislum. Á föstudag var veisla og einnig opið í menningarhúsinu Bergi á laugardag. Þar var sögu félagsins fagnað með sýningu. Áætlað er að um 300 manns hafi mætt í kaffi og fagnað með félaginu.
Í tilefni 50 ára afmælisins var gefið út afmælisrit sem Óskar Þór Halldórsson tók saman og ritstýrði. Afmælisritið fjallar ítarlega um þau þrekvirki sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið í gegnum tíðina, auk þeirra miklu afreka sem íþróttafólk félagsins hefur áorkað í gegnum tíðina. Ritið er selt í Bergi á meðan upplag er til.
Veittar voru viðurkenningar til félaga, sjálfboðaliða og þeirra sem hafa náð langt fyrir hönd félagsins.
Frá þessu var fyrst grein á vef skidalvik.is ásamt meðfylgjandi myndum.