Um helgina er þriðji skíðaviðburður hjá Skíðadeild Norðurlands.
Skíðadeild Norðurlands er fyrir krakka fædd frá árinu 1999-2002.
Í þetta sinn bjóða Akureyringar heim og er gist í Oddeyrarskóla.
Í dag, laugardag eru æfingar og leikir en á morgun, sunnudag er stórsvigsmót.

Markmið deildarinnar er efla alpagreinar skíðaíþróttarinnar. Ákveðið var á haustdögum 2012 að stofna samstarfsvettvang fyrir skíðakrakka, foreldra þeirra og þjálfara á Norðurlandi. Samstarfsvettvangurinn er margvíslegur og var tekin ákvörðun um að leggja litla áherslu á keppni en meira á samstarf og samgang þeirra barna sem stunda þessa erfiðu íþrótt á Norðurlandi.