Nú um helgina verður haldin Skíða- og snjóbrettahátíð í Skarðsdalnum undir nafninu Sigló Freeride. Þar munu etja kappi margar af færustu freeride kempum landsins. Skífuþeytir verður á svæðinu í dag og heldur uppi fjörinu.
Takmörkuð opnun á svæðinu fyrir almennt skíðafólk vegna þessa. T-lyfta verður keyrð eftir bestu fyrir flutninga á fólki og öðru sem þarf í tengslum við keppnina.
Dagskrá helgarinnar má finna á vef Sigló Freeride.