Unnin voru eignaspjöll í Húnaskóla á Blönduósi síðastliðna nótt. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og óskar eftir ábendingum um mannaferðir við grunnskólann frá kl. 15:00 í gær til kl 7.00 í morgun.
Ábendingum má koma á framfæri í síma 444-0720 (Blönduós), 444-0700 (Sauðárkrókur) eða með tölvupósti nordurland.vestra@logreglan.is.