Nokkuð hefur verið um að brotist hafi verið inn og skemmdarverk unninn á gámaplönunum í Fjallabyggð.
Settar hafa verið upp keðjur og hengilásar til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar fari inn á gámasvæðið á lokunartíma þess og er fyrirhugað að setja upp eftirlitsmyndavélar á gámasvæðin til vöktunar.

Fjallabyggð og Íslenska gámafélagið biðla til íbúa og gesta að virða opnunartíma gámasvæða í Fjallabyggð og ganga vel.

Opnunartími gámasvæða er alla virka daga milli kl. 15:00 – 18:00 og á laugardögum milli kl. 11:00 – 13:00.

Ólafsfjörður:
Námuvegur 3

Flöskumóttaka Skíðafélags Ólafsfjaðar Pálsbergsgötu 1.
Opnunartími þriðjudaga frá kl. 17:30-18:30

Siglufjörður:
Við Ránargötu

Flöskumótakan á Siglufirði á gámasvæði við Ránargötu

Opnunartími mánudaga frá 15:45-17:45