Tilkynnt var á föstudagsmorgun um skemmdarverk á nýbyggingu Krónunnar við Tryggvabraut á Akureyri þar sem spreyjað hafði verið á rúður og hurðir. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Lögreglan aðstoðaði einnig við leit að stúlku sem hafði strokið frá vistheimili á vegum barnaverndar bæði á föstudag og laugardag. Stúlkan fannst í bæði skiptin og var komið á vistheimilið.
Umferðaróhapp varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar á Akureyri aðfararnótt laugardagsins. Einn farþegi úr öðrum bílnum hafði hlotlið lítilsháttar meiðsl en var þó útskrifuð af sjúkraliði á staðnum. Hægt var að aka bifreiðum af staðnum.
Annað umferðaróhapp í Þorpinu á Akureyri þegar bifreið og rafmagnshlaupahjól lentu saman. Lítil meiðsl á ökumanni rafhlaupahjólsins en einhverjar skemmdir á bifreiðinni en fór betur en á horfðist.