Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára í frjálsíþróttum í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Tólf Skagfirðingar mættu þar til leiks, en það voru þau: Aníta Ýr Atladóttir (15), Guðný Rúna Vésteinsdóttir (15), Andri Snær Tryggvason (16), Dalmar Snær Marinósson (16), Kristinn Freyr Briem Pálsson (18), Rúnar Ingi Stefánsson (18), Vésteinn Karl Vésteinsson (18), Hrafnhildur Gunnarsdóttir (19), Hákon Ingi Stefánsson (20), Sveinbjörn Óli Svavarsson (20), Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (21) og Ísak Óli Traustason (22).
Skagfirðingarnir stóðu sig vel, unnu ein gullverðlaun, fimm bronsverðlaun, og flestir bættu sinn fyrri árangur.
Þau sem unnu til verðlauna voru:
- Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (20-22): Gull í 60m grind. 9,32sek (pm), og brons í hástökki 1,62m.
- Bronsverðlaun hlutu einnig:
- Aníta Ýr Atladóttir (15): Kúluvarp 10,48m (pm).
- Ísak Óli Traustason (20-22): Stangarstökk 3,60m (pm).
- Rúnar Ingi Stefánsson (18-19): Kúluvarp 12,20m.
- Sveinbjörn Óli Svavarsson (20-22): 60m hlaup 7,31sek.