Skagamenn sigruðu lið Fjallabyggðar í Útsvari í kvöld á Rúv. Skagamenn fengu 84 stig gegn 65 stigum Fjallabyggðar. Að þessu sinni eru það aðeins Siglfirðingar sem búa á Hlíðarvegi sem skipa lið Fjallabyggð. Ámundi fer fyrir þeim hópi.
Akranes leiddi allan tímann. Og áður en kom að síðustu spurningunum, var staðan 64 stig gegn 40. Lið Fjallabyggðar er stigahæsta tapliðið til þessa og er því enn inni í keppninni.
Hægt er að sjá þáttinn hér.