Víða á Dalvík má sjá merki þess að eitthvað mikið er um að vera. Nú er unnið að því að breyta Dalvík í bæinn Ennis í Alaska. Á Dalvík er kominn stór hópur af fólki sem mun á næstu dögum setja upp sviðsmynd fyrir tökur á sjónvarspþáttunum True Detective sem framleiddir eru af HBO.
Áætlað er að tökur fari fram frá lokum janúar og fram í febrúar á Dalvík.
Nú þegar hafa verið framleiddar þrjár seríur af þessum þáttum en með aðalhlutverk fara Matthew McConaughey, Colin Farrell og Woody Harrelson. Þættirnir hafa unnið til 5 Emmy verðlauna.
Nýjasta serían á að gerast eins og áður sagði í Ennis Alaska, þar sem menn hverfa sem reka rannsóknarstöð. Til að leysa gátuna munu rannsóknarmennirnir Danvers og Navarro þurfa grafa djúpt til að finna sannleikann í málinu sem liggur undir ísnum.