Sjómannafélag Ólafsfjarðar hefur boðað til tveggja félagsfunda í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í september. Fundarefni er staðan í kjaraviðræðum á milli SSÍ og SFS.
Fyrri fundurinn verður þriðjudaginn 13. september og síðari þriðjudaginn 20. september. Hefjast báðir fundir kl: 16.00.
Á fundunum verður farið yfir stöðuna og ræddir þeir möguleika sem hugsanlega gætu orðið til þess að leysa deiluna.
Í lok fundar verður leynileg skoðunarkönnun, þar sem þessir valkostir eru tilgreindir, og menn beðnir að merkja við það sem þeir telja besta kostinn.
Þessi könnun er fyrst og fremst gerð til að leiðbeina samninganefnd sjómanna um vilja félagsmanna um næstu skref til að ná nýjum kjarasamningi.
Þann 1. desember næstkomandi verða sjómenn búnir að vera með lausa samninga í þrjú ár.
