Í dag, laugardaginn 1. júní verður fjölbreytt skemmtun í Ólafsfirði vegna Sjómannadagshelgarinnar. Fjörið hefst við höfnina en þar er dorgveiðikeppni fyrir börnin kl. 10:00. Í hádeginu verður svo kappróður sjómanna kl. 12:30.Þá tekur við hin skemmtilega keppni um Alfreðsstöngina. Keppt verður í tímaþraut og trukkadrætti við Tjarnarborg og í sundlauginni. Ísfélagið býður upp á sjávarréttasúpu, grillaðar pylsur og gos fyrir alla.

Þyrluflug verður frá Ólafsfjarðarvelli með HeliAir kl. 15:00.  Sjómenn og landmenn keppa í knattspyrnu á Ólafsfjarðarvelli kl. 17:00, missið ekki af þeirri baráttu.

Útiskemmtun hefst við Tjarnarborg kl. 20:30 en þá verður Coldplay Tribute með Guito og félögum. Á Höllinni veitingahúsi verður svo Músikbingó Fanneyjar kl. 21:30 og DJ Ayobe spilar frá kl. 23:00.

Eitthvað fyrir alla og frábær skemmtun í Ólafsfirði yfir helgina.