Þrátt fyrir mikið snjóleysi í Ólafsfirði í Tindaöxl og Bárubraut þá hafa verið góðir vinnudagar í vikunni sem leið. Á þriðjudag mætti vaskur hópur foreldra og sjálfboðaliða sem þrifu Skíðaskálann hátt og lágt auk þess að fara í girðingarvinnu í Bárubraut. En þar höfðu snjógirðingar laskast mikið í roki í haust og vetur.
Aftur var mætt og unnið á fimmtudaginn síðastliðinn.
Sjálfboðaliðar eru mikilvægasta fólkið í íþróttastarfinu, án þeirra væri ekki hægt að halda úti öflugri starfsemi.