Pæjumótið fer fram á Siglufirði 8.-10. ágúst og er nú haldið í 24. skiptið og heitir nú Pæjumót Sparisjóðsins og Rauðku. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar nú eftir sjálfboðaliðum í ýmis störf. Vinnan tengist mötuneyti, sjoppu eða dómgæslu og fær foreldri iðkenda á mótinu niðurfellt hluta gjaldsins á móti. Nánar um þetta má lesa á heimasíðu KFbolti.is