Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Völsung á Húsavík í frestuðum leik úr 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.
Um var að ræða miklvægan leik fyrir bæði liðin en KF hefur verið í fallbaráttu og Völsungur þar skammt frá. KF gat með sigri minnkað bilið í Sindra og Völsung sem voru fjórum stigum á undan, en Sindri hefur leikið leik meira en þessi tvö lið.
Völsungur hafði aðeins tapað einum leik á heimavelli af síðustu fimm heimaleikjum en þeim hefur gengið mun verri á útivelli. KF hafði eins aðeins unnið einn útisigur á Íslandsmótinu fyrir þennan leik í fimm leikjum.
Upphitun:
KF fékk sóknarmanninn Sito til liðs fyrir þennan leik og leikur hann út leiktíðina með KF. Mikil eftirvænting var hjá stuðningsmönnum og leikmönnum KF að fá þennan reynda framherja í liðið, en það hefur reynst erfitt að skora mörk í deildinni en Sævar Fylkisson var búinn að gera 5 mörk af 13 skoruðum fyrir þennan leik og hefur reynst drjúgur.
KF mætti með sterkt lið og sterka varamenn í leikinn. Sito kom beint inn í byrjunarliðið og bauð upp á sýningu, en hann leikur í treyju númer 28. Hákon Leó Hilmarsson bakvörður var kominn á bekkinn, en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur og mánuði en er óðum að komast í gang. Grétar Áki var fyrirliði liðsins að vanda. Halldór Guðmundsson þjálfari var skráður varamarkmaður eins og í síðustu leikjum liðsins.
Umfjöllun:
KF byrjaði fyrri hálfleik vel og voru meira með boltann. Sito byrjaði feiki vel fyrir KF og opnaði markareikning sinn á 29. mínútu og kom gestunum yfir 0-1. Tæpum tíu mínútum síðar var hann búinn að skora aftur og koma KF í góða stöðu, 0-2.
Gestirnir svöruðu með marki úr teignum í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var staðan því 1-2 þegar dómarinn flautaði til hlés.
Akil De Freitast náði sér í gult spjald á 53. mínútu og gerði þjálfari KF skiptingu sex mínútum síðar þegar Atli Snær Stefánsson kom inn á fyrir Akil. Engin áhætta tekin með mann á gulu spjaldi.
Þjálfari KF gerði svo tvöfalda skiptingu á 71. mínútu þegar Dagbjartur Búi og Alex Máni komu inná fyrir Jakob Auðun og Marinó Snæ. Heimamenn gerðu sömuleiðis skiptingar á þessum kafla.
Sitó fékk svo skiptingu á 77. mínútu en Jón Frímann Kjartansson kom inná í hans stað.
KF fékk víti aðeins fimm mínútum síðar og fór Atli Snær Stefánsson á punktinn og skoraði, staðan 1-3 fyrir KF og skammt eftir. Hér hefði verið áhugavert að sjá hvort Sito hefði farið á punktinn ef hann hefði verið inná.
Völsungur gerði eina skiptingu strax eftir markið og settu allt kapp á sóknina.
Eftir langan uppbótartíma þá skoraði Völsungur skallamark á 97. mínútu og minnkuðu muninn í 2-3, en tíminn var á þrotum.
KF sigldi þessi baráttusigri heim og unnu 2-3 í þessum fjöruga leik þar sem hart var barist.
KF er enn í næst neðsta sæti en þarf nú sigur í næsta leik til að komast úr fallsæti.
Þriðjudaginn 25. júlí er svo næsti leikur gegn KFA á Ólafsfjarðarvelli.
Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.
Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.