Í sumar kemur til landsins barna og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku. Sirkusinn kemur til Íslands 30. júní og verður hér á landinu til 14. júlí og á þeim tíma verður hann með sýningar á stórhöfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Hópurinn telur um 50 börn, unglinga og þjálfara.
Sirkusinn mun heimsækja Sauðárkrók 6. – 8. júlí og mun vera með sýningu í Íþróttahúsinu Sauðárkróki þann sunnudaginn 7. júlí kl. 18:00 Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Allir hjartanlega velkomnir.