Vikuna 15. – 19. apríl verða kennslustundir símalausar í Menntaskólanum á Akureyri.
Skólameistari sendi nemendum eftirfarandi póst:
,,Dagana 15.-19. apríl verður símalaus vika í MA. Þá verður engin símanotkun leyfð í kennslustundum í þeim tilgangi að draga úr áreiti og truflun á nám og kennslu. Því miður verður það æ algengara að nemendur freistist til að nota símana í öðrum tilgangi en að sinna náminu sem bæði er truflandi fyrir þá sjálfa og í mörgum tilvikum fyrir samnemendur líka.
Í upphafi hverrar kennslustundar skulu nemendur setja símana sína í símakassa á kennaraborðinu á flugstillingu þar sem þeir verða þar til nemandinn yfirgefur