Flutningaskipið Siver Lake stoppaði á Siglufirði í vikunni og lestaði makríl sem flytja átti til Hollands. Skipið hafið áður verið í Noregi og sigldi m.a. frá Tromsö. Einnig voru þeir á Eskifirði þann 3. júlí. Á leiðinni til baka stoppaði skipið í Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum.
Skipið er byggt árið 2007 í Noregi, er 81 metri á lengd og 16 metrar á breidd og er 3538 tonn. Skipið var fyrst í eigu Eimskips og hét áður Dalfoss.
Þá var það bæði frysti- og gámaskip og sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Hámarksganghraði þess er 16 sjómílur á klukkustund og burðargeta þess er 2.500 tonn. Skipið getur borið 2.000 bretti og 28 gámaeiningar á þilfari. Á skipinu er síðuport af fullkomnustu gerð sem styttir löndunar- og lestunartíma um allt að helming.