Tvö fyrirtæki á Siglufirði sýndu því áhuga að sinna verkefnum Fjallabyggðarhafnar sem auglýst var eftir nýlega, en það voru Síldarminjasafnið og FMS (Fiskmarkaðurinn).
Hafnarstjóri Fjallabyggðar mun gera drög að samstarfssamningum við Síldarminjasafnið og FMS um að sinna þeim verkefnum Fjallabyggðarhafnar sem auglýst var eftir.
Um er að ræða úrlausn á mönnun hafnarinnar en yfirhafnarvörður lé af störfum 31. janúar síðastliðinn. Verkefnum verður útvistað á álagstímum til að hagræða í rekstri hafnarinnar.