Í vikunni heimsóttu Síldarminjasafnið á Siglufirði framleiðendur þáttanna Rick Steves’ Europe, en Rick Steves hefur um árabil verið þekktur þáttarstjórnandi og höfundur ferðahandbóka. Einnig var Cameron Hewitt, samstarfsmaður Ricks með í för ásamt tökuliði.
Hópurinn gekk um safnið með Eddu Björk Jónsdóttur starfsmanni safnsins, þar sem hún miðlaði með þeim sögu síldarinnar og Siglufjarðar.
Sjónvarpsþættir Rick Steves eru framleiddir í Bandaríkjunum þar sem fjallað er um áhugaverða viðkomustaði í Evrópu, auk þess sem Rick hefur skrifað fjölda ferðahandbóka, haldið úti heimasíðu, hlaðvarpi og verið virkur á samfélagsmiðlum – þar sem hann hefur yfir eina milljón fylgjenda.
Þetta verður án efa frábær landkynning sem gaman verður að sjá.
Það var Síldarminjasafnið sem greindi fyrst frá þessu ásamt myndum.