Í dag bauð Síldarminjasafnið á Siglufirði eldri borgurum til notalegrar samveru í Salthúsinu . Eldri borgarar fjölmenntu og var húsfyllir. Fæstir gestanna höfðu komið inn í Salthúsið áður.
Gestirnir nutu þess að hlýða á upplestur og lifandi tónlist starfsmanna safnsins og gæða sér á heitu súkkulaði og smákökum, spjalla saman og njóta stundarinnar á Siglufirði.
Frá árinu 2017 hefur eldri borgurum verð boðið til sérstakrar aðventustundar í Síldarminjasafninu þar sem meginmarkmiðið er að eiga saman notalega stund.
