Síldarævintýrið á Siglufirði hefst 28. júlí og lýkur formlegri dagskrá sunnudaginn 31. júlí. Frítt er inná hátíðina sjálfa en það kostar inn á einstaka viðburði sem eru auglýstir á dagskránni. Hoppukastalar verða fyrir börnin á Rauðkutorgi, bæjarbúar skreyta hverfi eftir litum og setja upp götugrill. Fornbílasýning verður hjá Segil 67, andlitsmáling fyrir börnin. Fjölmörg tónlistar atriði á víð og dreif um Siglufjörð.

Núna er rétti tíminn til að undirbúa ferðalagið til Fjallabyggðar og athuga með gistingu. Næg tjaldsvæði eru á svæðinu og fjölmörg gistihús og hótel.