Björgunarbáturinn Sigurvin lagði af stað snemma í morgun frá Reykjavík og nálgast nú Vestfirði á leið sinni til heimahafnar í Siglufirði þar sem móttaka verður á morgun. Báturinn með leysa af eldri björgunarbát. Sigurvin kom við á Akranesi og á Rifi í dag en siglingunni yfir Breiðafjörð miðar vel áfram.

Áætlað er að báturinn sigli inn Siglufjörð kl. 13:45 á morgun.

Góða ferð og til hamingju með nýja bátinn Strákar Siglufirði.

Nýi Sigurvin. – Ljósmynd Héðinsfjörður.is
Gamli Sigurvin. – Ljósmynd Héðinsfjörður.is