Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að greiða fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigurði Vali Ásbjarnarsyni 11.669.000 milljónir króna í starfslokasamning. Sigurður Valur sagði upp störfum og óskaði meirihluti bæjarstjórnar eftir því að hann ynni ekki uppsagnarfrestinn. Gunnar Ingi Birgisson hefur tekið við sem bæjarstjóri Fjallabyggðar.