Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að Sigurður Valur Ásbjarnarson verði ráðinn áfram til að gegna stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar á kjörtímabilinu 2014-2018. Hann er því að hefja sitt annað kjörtímabil í Fjallabyggð en var fenginn til að gegna stöðunni tímabundið eftir kosningar þar til meirihlutinn myndi ákveða eða auglýsa starfið.

Ráðningarsamningur við Sigurð Val verður lagður fram á fundi bæjarstjórnar þann 8. júlí næstkomandi.

Í 17. júní ræðunni kvaddi hann bæjarbúa og þakkaði fyrir síðastliðin 4 ár og var því ekki reiknað með að hann yrði endurráðinn.

sig_val
Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon – Héðinsfjörður.is