Kylfingurinn Sigþór Haraldsson gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið í gær á 8. holu á Jaðarsvelli á Akureyri.
Þetta var í fyrsta skiptið sem Sigþór fór holu í höggi en um var að ræða sannkallað draumahögg en meðspilarar hans voru þeir Bjarni Einar, Jón Ragnar og Ólafur Elís. Þetta var í annað skiptið sem kylfingurinn Ólafur Elís varð vitni af holu í höggi á Jaðarsvelli í sumar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfklúbbi Akureyrar ásamt meðfylgjandi mynd.