Hálka eða hálkublettir eru á víða á Norðurlandi en þæfingsfærð eða snjóþekja á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Ófært er um Vatnsnesveg og Þverárfjall er lokað. Siglufjarðarvegur hefur verið opnaður en vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður, hann er í skoðun en aðstæður fyrir mokstur eru ekki góðar. Hvasst og mjög blint er á heiðinni og veðurspá slæm.